Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp 20.þátt vetrarins. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Daníel Berg Grétarsson. Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 11.umferð Olísdeildar karla. Þeim félögum líst vel á framgöngu FH að undanförnu en þeir hafa ekki tapað síðan í 3.október. Þá hrósuðu þeir Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir frammistöðu sína með HK í leiknum gegn ÍBV. auk þess að velja Klakaleikmenn leikjanna Phil Döhler (FH), Einar Bragi Aðalsteinsson (HK), Hergeir Grímsson (Selfoss), Vilhelm Poulsen (Fram), Óðinn Þór Ríkharðsson (KA) og Hafþór Már Vignisson (Stjörnunni).

FH heldur uppteknum hætti - Einar Bragi Aðalsteinsson fór hamförum í eyjumHlustað

07. des 2021