Sérfræðingurinn fékk Henry Birgi Gunnarsson og Valtý Björn Valtýsson til sín til að fara yfir slæmt tap landsliðsins gegn Tékklandi í undankeppni EM í gær. Það voru fáir jákvæðir punktar sem hægt var að ræða eftir þann leik.
Kristján Andrésson fyrrum þjálfari sænska landsliðsins var á línunni og var spurður út í starf sitt í Svíþjóð og áhuga hans á að taka við íslenska landsliðinu. Í lok þáttar var Ágúst Þór Jóhannsson einn af þjálfurum íslenska landsliðsins á línunni frá Tékklandi og ræddi leikinn í gær og hvað þarf að laga fyrir mikilvægan leik á sunnudaginn.
Afhroð í Tékklandi, slæmt gengi á útivelli og Kristján Andrésar er klár