Sérfræðingurinn fékk þá Ásgeir Gunnarsson og Benedikt Grétarsson til að fara yfir næst síðustu umferðina í Olís deild karla. Spá í spilin fyrir framhaldið og í lokþáttar var farið yfir hitamál í handboltanum hér heima en samningaviðræður milli HSÍ og Sýnar um sýningarréttinn á Olís-deildunum eru vægt til orða tekið á viðkvæmu stigi.