Sérfræðingurinn fékk enga sófa-sérfræðinga til sín að þessu sinni. Fyrrum landsliðs- og atvinumennirnir Bjarni Fritzson þjálfari ÍR og Logi Geirsson sérfræðingur Seinni bylgjunnar voru gestir Sérfræðingsins. Farið var yfir landsliðsmálin, hitað upp fyrir undanúrslitin og þá var deildarfyrirkomulagið rætt en ársþing HSÍ fór fram um helgina þar sem allar tillögur um breytingar á deildarfyrirkomulaginu voru felldar.
Snorri Steinn líklegastur, FH-Haukar í úrslitum og ómögulegt að koma breytingum í gegn