Að þessu sinni er viðmælandinn Sabína Steinunn Halldórsdóttir sem er með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræðum. Hún hefur sérhæft sig í hreyfifærni barna með áherslu á útivist í námi og starfi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og skrifað kennslubækur um efnið sem er henni afar hugleikið. Í þessu spjalli förum við yfir margvíslegar hugleiðingar um gæða útiverustundir með fjölskyldunni.