Íslenska heilbrigðiskerfið er í háska. Það er víða pottur brotinn í kerfinu og munum við tæpa á nokkrum hlutum þess hér í þessum þætti. Fækkun sjúkrarúma er eitt af þeim málum. Sjúkrarúmum á Landspítalanum, og reyndar landinu öllu, hefur markvisst fækkað á síðustu 20 árum. Fækkun sjúkrarúma er umtalsverð, úr um 1600 sjúkrarúmum á landinu öllu í aðeins um 1000 sjúkrarúm á landinu öllu. Þessi fækkun er gengur þvert á við fjölgun í landinu og gífurlega aukningu erlendra ferðamanna. Í þessum þætti eru mættir fjórir læknar, þeir Eggert Eyjólfsson sérfræðingur í bráðalækningum, Jón Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd og fyrrv. yfirlæknir bráðamóttökunnar, Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrum yfirlæknir Covid-19 göngudeildarinnar, Theodór Skúli Sigurðsson - svæfinga- og gjörgæslulæknir.Umsjón með þættinum er Bent Marinósson.Upptaka, hljóðvinnsla, tónlist og framleiðsla: Pixelmedia.isEftirtaldir aðilar styrktu þennan þátt:RB RúmRB Rúm í Hafnarfirði hefur hjálpað landsmönnum að ná sem bestum svefni allt frá árinu 1943, RB Rúm hannar og framleiðir rúm í öllum stærðum og með fimm gerðir springdýna. RB rúm hefur nú hannað nýja springdýnu með íslenskri ull, dýnan er 100% náttúruleg og í henni engin kemísk efni. Við mælum með að kíkja á þau í Dalshraun 8 hafnarfirði eða á heimasíðu þerirra, rbrum.isÖryggismiðstöðinÖryggismiðstöðin styrkir þessa þáttagerð og þökkum við þeim stuðninginn. Hjá öryggismiðstöðinni fást meðal annars snjallhnappar sem eru ný kynslóð öryggishnappa fyrir eldri borgara og þá sem þurfa heilsu sinnar vegna að getað kalla eftir tafalausri aðstoð. Auk hefðbundins öryggishnapps, sem hægt er að ýta á í neyð, býður kerfið upp á snjallar nýjungar, meðal annars fallhnapp sem greinir ef notandi dettur. Hafið endilega samband við Öryggismiðstöðina og kynnið ykkur þessar lausnir eða kíkið á vefinn þeirra á oryggi.is.
Heilbrigðiskerfi í háska - Jón Magnús, Theodór Skúli, Ragnar Freyr, Eggert Eyjólfsson