Í dag lítum við á 80/20 regluna, eða Pareto lögmálið. Vilfredo de Pareto var ítalskur félags- og hagfræðingur sem tók eftir því að 80% af tekjum þjóðarinnar væri í höndum 20% þeirra, 20% af ávaxtatrjánum í garðinum sínum skilaði 80% uppskerunni ofl. Þetta lögmál getum við nýtt okkur í nánast öllu sem við erum að gera, hvort sem það er í leik eða starfi.Markmiðið er að finna þau 20% verkefna sem skila sem mestum árangri, 80%. Þó reglan sé kölluð 80/20, þá eru þær tölur ekki eitthvað sem meitlað er í stein heldur frekar eitthvað til að miða við.Þátturinn er styrktur af RB rúm, rbrum.is