Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í upphafi um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus, var aðalgestur þáttarins og hann og Bogi ræddu hættu sem stafar að frjálslyndu lýðræði. Ólafur sagði Donald Trump grafa undan lýðræði í Bandaríkjunum, eins og Viktor Orban í Ungverjalandi. Hann sagði ekki miklar ytri hættur steðja að lýðræðisríkjum, helsta hættan kæmi frá þjóðernissinnuðum pópúlistum.