Heimsglugginn

Heimsglugginn

Björn Bjarnason var gestur Heimsgluggans og þeir Bogi Ágústsson ræddu Atlantshafsbandalagið en 75 ár eru í dag frá því stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður. Björn er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður og jafnframt sérfræðingur um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Norræna ráðherranefndin fékk hann fyrir nokkrum árum til að gera tillögur um eflingu norræns utanríkismálasamstarfs. Bjarni Benediktsson, faðir Björns, var utanríkisráðherra 1949 og undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir hönd Íslands.

75 ár frá undirritun AtlantshafssáttmálansHlustað

04. apr 2024