Heimskviður

Heimskviður

Neðri deild rússneska þingsins ákvað á þriðjudag að samþykkja ályktun sem viðurkennir sjálfstæði alþýðulýðveldanna Lúgansk og Donetsk í Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu. Ályktunin fer nú inn á borð Vladimírs Pútíns forseta. En hvað þýðir þetta? Hvers vegna ætti Rússland að viðurkenna sjálfstæði tveggja nágrannaríkja, ríkja sem eru innan landamæra Úkraínu? Guðmundur Björn ræðir við Val Gunnarsson sagnfræðing, og fjallar um hvort það sé í raun hagur Pútíns að innlima þessi ríki inn í Rússland. Skotvopnaframleiðandinn Remington Arms hefur samþykkt að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem skotin voru til bana í Sandy Hook barnaskólanum árið 2012. Þetta er í fyrsta sinn sem skotvopnaframleiðandi gerir viðlíka samning vegna skotárásar. Samningurinn gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra sem misst hafa ættingja í skotárásum. Og þau eru ekki sérlega fá þar vestra. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

97 | Lúgansk, Donetsk og skaðabætur skotvopnaframleiðandaHlustað

19. feb 2022