Það verður gengið til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er í þremur kosningum í einu - þingkosningum, sveitarstjórnarkosningum og kosningum til héraðsstjórna. Og því er allt undir - frá heilbrigðis- og menntakerfinu til aðgerða í loftslagsmálum, hvernig stemma eigi stigu við glæpum, afstöðu í utanríkismálum, innflytjendamálum og svo mætti lengi telja. Lítið hefur þó farið fyrir flestum þessum málum í kosningabaráttunni. En mun meira fyrir upphrópunum, ásökunum og skömmum vegna eins af stjórnmálaflokkunum. Flokksins sem allt bendir til að verði næst stærstur í kosningunum á morgun. Kári Gylfason fjallar um kosningarnar frá Gautaborg. Eystrasaltsríkin. Eistland, Lettland og Litáen, háðu harða sjálfstæðisbaráttu fyrir rúmum þrjátíu árum. Á þeim þrjátíu árum sem liðinu eru hafa þau verið áverandi vör við nágrannann í Rússlandi og ávallt búist við að hann láti til skarar skríða, þó að oft hafi verið talað fyrir daufum eyrum. Þessar áhyggjur hafa vaxið til muna eftir innrás Rússa í Úkraínu, eins og heyra mátti á forsetum og utanríkisráðherrum landanna þegar þeir voru staddir hér á landi. Hallgrímur Indriðason ræddi návistina við Rússa við þessa þjóðarleiðtoga. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.