Heimskviður

Heimskviður

Rúmlega vikulangt stríðið í Úkraínu tekur eðlilega yfir flestallar fréttir þessa dagana. Innrás Rússa og afleiðingar hennar koma einnig við sögu í þættinum í dag. Frá innrás rússneskra herliðsins í Úkraínu hafa ótal Úkraínumenn rifið sig upp með rótum og lagt á flótta. En leiðir margra fjölskyldna hafa skilið vegna þess að stríðið kallar á hermenn. Víða hafa ættingjar þurft að kveðja nákominn karlmann á herskyldualdri. Samkvæmt herlögum, sem nú eru í gildi í landinu, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára skyldaðir til að vera eftir í Úkraínu og verjast. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Stríðið í Úkraínu hefur margvísleg önnur áhrif. Staðgöngumæðrun er óvíða jafn aðgengileg og í Úkraínu. Þúsundir úkraínskra kvenna ganga ár hvert með börn foreldra um allan heim. Ferlið er bæði flókið og því fylgja ýmsar siðferðisspurningar. Aðstæður staðgöngmæðra og foreldra barnanna sem þær ganga með verða síst einfaldari þegar stríð brýst út í landinu. Birta Björnsdóttir fjallar um þetta. Og síðast en ekki síst eru það danskir njósnaskandalar. Nokkur hneyklismál tengd dönsku leyniþjónustunni hafa komið upp á undanförnum árum. Bandalags- og eða vinaþjóðir urðu Dönum gramar er upp komst að þeir hefðu leyft bandarísku leyniþjónustufólki aðgang að dönskum fjarskiptaköplum í þeim tilgangi að hlera æðstu ráðamenn. Bogi Ágústsson segir okkur allt um þetta. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

99 | Herskylda og staðgöngumæður í Úkraínu og danskur njósnaskandallHlustað

05. mar 2022