Rétt rúmur mánuður er líðinn frá því að neyðarástandi var lýst yfir á Srí Lanka í Indlandshafi vegna fjölmennrar mótmælaöldu. Þar er sögð dýpsta efnahagskreppa frá því að eyjan fékk sjálfstæði frá bretum árið 1948. Þau sem mótmæla krefjast þess að forseti landsins, Gotabaya Rajapaksa, ásamt ríkisstjórn segi af sér vegna meintrar spillingar og vanhæfni. Mótmælin hafa verið afar hörð. Lögreglan beitti í þónokkur skipti táragasi á mótmælendur sem köstuðu múrsteinum á móti og kveiktu í bílum. Forsetinn lét loka fyrir samfélagsmiðla og gaf her og lögreglu rýmri heimild til að handtaka mótmælendur og fangelsa án dóms og laga eftir að reynt hafði verið brjótast inn í forsetahöllina. Rajapaksa hefur nú samþykkt að nefnd fari fyrir því að stofna til bráðabirgðastjórnar í landinu, að allir þingflokkar taki sig saman til þess að vinna saman að því eina markmiði að halda ríkiskassanum á floti og tryggja efnahagslegt öryggi landsins til framtíðar. Jóhannes Ólafsson rýnir í stöðu Srí Lanka og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason og Guðbjörgu Ríkey Th. Hauksdóttur. Hefur þú heyrt um Transnistríu? Við láum þér það ekki, hafirðu aldrei um þetta litla hérað í vesturhluta Moldóvu. Moldóva er nú á milli tanna fréttafólks og stjórnmálamanna, endar hefur landið - og nánar tiltekið Transnistría, landamæri að Úkraínu í austri. Atburðir síðustu vikna í Transnistríu hafi valdið nokkrum áhyggjum, og óttast ráðamenn í Moldóvu og víðar að Rússar ætli sér ekki láta sér það nægja, að ráðast inn í Úkraínu. Guðmundur Björn fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.