Heimskviður

Heimskviður

Arnar Þór Ingólfsson, fréttamaður hjá Kjarnanum, fór á dögunum í fréttaferð til Póllands til að milja sögum af vettvangi, frá flóttafólki frá Úkraínu og sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum til að taka vel á móti þeim. Við heyrum áhugaverða ferðasögu Arnars Þórs í þættinum. Þeir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands og Alexander Vucic, forseti Serbíu, gleðjast þessa dagana. Síðastliðna helgi fengu þeir báðir endurnýjað umboð til áframhaldandi setu í embætti eftir kosningar í heimalöndum sínum. Þeir eiga margt sameiginlegt, til dæmis í stjórnarháttum og í samskiptum við stjórnvöld í Rússlandi. Birta og Guðmundur Björn skoða sögu þeirra Orbans og Vucic. Heismkviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

104 | Ferðasaga frá Póllandi og hæstráðendur í Serbíu og UngverjalandiHlustað

09. apr 2022