Rannveig Tenchi Ernudóttir er guðlaus guðfræðingur, Pírati, varaborgarfulltrúi í leyfi og forstöðukona öldrunarmiðstöðvar á Stykkishólmi. Hún skrifaði eitt sinn BA ritgerð um fermingu unglinga og ræddi við Kristin um hlutverk trúarhugmynda í uppeldi og í sjálfsmynd, í glettni um satanisma og um allt frá draumum til samfélagsumræðunnar um erfið málefni.