Föstudagur 16. ágúst
Heimsmyndir - Svanhildur Tinna Ólafsdóttir
Svanhildur Tinna Ólafsdóttir barnasálfræðingur kom í þáttinn að ræða heimsmynd barna á einhverfurófinu. Félagslegur veruleiki fólks sem af einhverjum ástæðum á erfitt með samskipti. Hver er hann og er það að einhverju marki spurning um viðhorf og þjálfun? Svanhildur varpaði ljósi á þær spurningar.