Í þáttunum Heimsmyndum fær Kristinn Theodórsson til sín góða gesti sem ræða trúleysi og trúmál og þær heimsmyndir sem maðurinn skapar sér.
Gestur Kristins í þessum fyrsta þætti er sr Jóhanna Magnúsdóttir. Þau rifja upp gömul kynni og ræða
átökin milli Nýju Trúleysingjanna um aldamót við kirkjuna og trúað fólk og hvort það megi ekki segja ýmislegt jákvætt um það allt saman. Leiðir þeirra lágu saman í frumbernsku bloggsins og samfélagsmiðlanna.