Gestur þáttarins er Karen Kjartansdóttir athafnakona og hugsjónamanneskja. Þau Kristinn ræddu hvað það merkir að vera trúlaus en finna guðdóminn í einhverju, eins og Karen hafði komið inn á í nýlegri grein. Þau ræddu auk þess samskipti við pólitíska andstæðinga og hvernig maður finnur því farveg að taka sjálfa/n sig ekki of alvarlega þótt mikið gangi á.