Ljósmyndarinn, hlaðvarpstjarnan og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt og áhugavert spjall ásamt stórvinonu sinni dagskrárgerðakonunni, framleiðandanum og áhrifavaldinum Ingileif Friðriksdóttur.Helgi hefur verið áberandi undanfarin ár á samfélagsmiðlunum en er hann meðal annars meðlimur einnar vinsælustu bloggsíðu landsins Trendnet.is ásamt því að vera vinsæll tískuljósmyndari og stjórnandi hlaðvarpsins Helgarspjallið.Ingileif hefur í nógu að snúast þessa daganna en fyrir utan að vera ólétt og að standa í framkvæmdum, rekur hún framleiðslufyrirtækið Ketchup productions og framleiða þau meðal annars sjónvarpsþættina LXS, Samstarf, Húgó og Afbrigði en er hún einmitt stjórnandi þess þáttar.Helgi og Ingileif hafa þróað með sér virkilega fallega vináttu í gegnum árin og eru þau mjög náin.Í þættinum ræddum við meðal annars um interventionið sem Ingileif og María tóku á Helga sem hann vill meina að hafi bjargað lífi sínu, brúðkaupsveislu Ingileifar sem Helgi veislustýrði með glæsibrag, hinseginleikann, vináttuna og margt fleira.Svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/