Tónlistarfólkið, samstarfsfólkið og vinirnir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson eru gestir mínir þessa vikuna í Heitt á könnunni.Flestir þekkja Guðrúnu undir listamanna nafni hennar GDRN en hefur hún notið mikilla vinsælda undanfarin ár með sína einstaklega fallegu og einlægu söngrödd en hefur hún gefið frá sér hvern smellinn á fætur öðrum. Guðrún hefur einnig látið til sín taka í leiklistinni en fór hún meðal annars með aðalhlutverk Netflix þáttaraðarinnar Kötlu sem sló í gegn á síðasta ári.Magnús eða Maggi eins og hann er gjarnan kallaður er einn færasti píanisti sinnar kynslóðar hér á landi og kemur varla nýtt lag í útvarpið sem Maggi kemur ekki nálægt á einhvern hátt. Þessa dagana er Maggi síðan í undirbúningi fyrir live showið í Idolinu en þar mun hann tónlistarstýra hljómsveit þáttana.Guðrún og Maggi hafa unnið ansi lengi saman og eru þau miklir vinir. Nýlega gáfu þau saman út plötuna 10 íslensk sönglög sem er virkilega vel heppnuð plata og verða þau með útgáfutónleika 11. febrúar næstkomandi og er miðasala í fullum gangi.Í þættinum ræddum við um músíkina, skemmtilegar uppákomur á tónleikum, hvar áhugi þeirra á tónlistinni kviknaði, lífið og tilveruna og margt fleira. Svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/