Í þætti dagsins fékk ég til mín einn af mínum betri vinum, söngvarann og tónlistarmanninn Friðrik Dór Jónsson í spjall um lífið og tilveruna.Friðrik hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en hefur hann gefið út hvern hitarann á fætur öðrum allt frá því hann gaf út Hlið vil hlið árið 2009.Við Frikki vorum saman í árgangi í Versló en kynntumst við fyrst þegar Frikki mætti í prufur fyrir skólahljómsveitina sem trommari án þess þó að vera byrjaður í skólanum og höfum við verið miklir vinir síðan þá.Í þættinum ræddum við meðal annars, poppstjörnu lífið, Versló árin, sjónvarpsþáttinn Þriðjudagskvöld sem við stjórnuðum saman, fjölskyldulífið, meðvirkni og margt fleira og svo athuguðum við að sjálfsögðu hversu vel við þekkjumst í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/