Systkynin, leikararnir og sambýlingarnir Kristín Pétursdóttir og Starkaður Pétursson eru gestir vikunnar í Heitt á könnunni.Kristín er leikkona og hefur einnig verið áberandi á samfélagsmiðlum unanfarin ár. Þess á milli geta ferðalangar þó átt von á því að hún bjóði þeim kaffi um borð í flugvélum Icelandair þar sem hún starfar sem flugfreyja.Starkaður er nýútskrifaður af leiklistarbraut listaháskóla Íslands og eru afar spennandi tímar framundan hjá honum á því sviði.Kristín og Starki eru einstaklega náin systkini þó svo Kristín hafi ekki verið par sátt þegar hún frétti fyrst af því að bróðir væri væntanlegur í heiminn, en í dag búa þau í sama húsi, þó á sitthvorri hæðinni, en er þetta einmitt sama hús og þó ólust upp í.Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars leiklistina, samfélagsmiðlana og upphafið á þeirri vegferð, samheldni fjölskyldurnar og margt fleira og svo prófaði ég þau auðvitað í hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boðiBakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/