Systurnar, tónlistarkonurnar og Eurovisionfararnir, Sigríður Eyþórsdóttir og Elín Eyþórsdóttir, mættu til mín í virkilega gott spjall nú á dögunum.Sigríður eða Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, er elsta systirin af þremur og hefur komið víða við á sínum tónlistarferli. Hún var aftur á móti sest á skólabekk og farin að læra hjúkrun þegar Eurovision bankaði uppá. Hún ákvað að kýla á það ævintýri og lagði námið á hilluna í bili.Elín er yngsta systirin og hefur líkt og Sigga látið mikið að sér kveða í tónlistinni, bæði í systrabandinu SÍSÍ EY sem og á sólóferli sínum.Systurnar eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en nánasta fjölskylda þeirra er þéttskipuð ástsælu tónlistarfólki. Í þættinum töluðum við um Eurovision ævintýrið, lífið eftir keppnina, æskuárin, og hve nánar systurnar eru þrátt fyrir aldursmuninn. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/