Bræðurnir Árni Beinteinn Árnason og Ágúst Beinteinn Árnason betur þekktur sem Gústi B mættu til mín í virkilega gott spjall nú á dögunum.Gústi B hefur verið gríðarlega áberandi á unanförnum misserum á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann sló fyrst í gegn þegar hann sýndi frá ansi óhefðbundu gæludýri sem kom honum í kast við lögin. Ásamt Tiktok ferlinum hefur hann gefið út nokkur lög og er nú farinn að starfa sem útvarpsmaður á FM957.Árni Beinteinn hefur gert garðinn frægann sem leikari en hefur hann tekið þátt í uppfærslum á leikritum Leikfélags Akureyrar undanfarin ár til dæmis sem hinn eini sanni Benedikt Búálfur auk þess sem hann er annar þáttastjórnenda Húllumhæ á RÚV. Þeir bræður eru mjög nánir þrátt fyrir sjö ára aldursmun og sláandi líkir, en fyrir utan áhuga þeirra beggja á framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefni, leiklist, tónlist og fleiru deila þeir sama afmælisdegi og ekki nóg með það þá deila þeir honum með mömmu sinni líka.Við fórum yfir feril þeirra beggja, fjölskyldulífið, bræðrakærleikann og að sjálfsögðu tékkaði ég á hversu vel þeir þekkjast og voru niðurstöður vægast sagt sláandi.Þátturinn er í boðiBakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/