Hraðfréttabræðurnir, fyrrum sambýlismennirnir og bestu vinirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valson eru gestir vikunar í Heitt á könnunni.Báðir hafa þeir verið áberandi fyrir störf sín í sjónvarpi en sá þeim fyrst bregða fyrir í hraðfréttum á Mbl tv árið 2012 en hafa þeir síðan þá tekið þátt í hinum ýmsu sjónvarpsverkefnum og eru þeir einmitt núna að vinna á fullu við fjórðu seríu Famkomu þar sem Benedikt sér um framleiðslupartinn á meðan Fannar tekur viðtölin.Þrátt fyrir að þeir eru oftar en ekki fyrir framan myndavélina hafa þeir báðir verið að færa sig meira bakvið hana en er Fannar meðal annars einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Venjulegs Fólks sem hafa slegið rækilega í gegn á síðustu árum og sér hann einnig um leikstjórn þáttana. Benni hefur látið til sín taka í framleiðslunni en eins og fyrr segir sér hann um þá hlið á þáttunum þeirra Framkomu.Ekki nóg með að þeir séu samstarfsmenn til margra ára, hafa þeir verið bestu vinir frá því í framhaldsskóla og sambýlingar í tvö ár en fórum við einmitt vel yfir það tímabil í þættinum, við ræddum einnig um það hvernig það er að vinna náið með góðum vini sínum ásamt því að heyra allt um hvernig hraðfréttir urðu að veruleika og svo prufaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Bakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/