Hlaðvarpsstjörnurnar, markþjálfararnir, fyrirlesararnir og vinkonurnar Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjónsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir einum rjúkandi heitum bolla.Það er fátt sem þessar vinkonur bralla ekki saman en hafa þær undanfarin ár haldið úti hinu gríðarlega vinsæla podcasti Norminu ásamt því að halda fyrirlestra um allt land, reka saman verslunina Bohéme húsið, eru markþjálfarar og kendu báðar lengi vel við Dale Carnegie á Íslandi en var það einmitt þar sem þær kynntust.Það er greinilegt að þær smullu vel saman og hafa þær átt virkilega farsælt samstarf í gegnum tíðina og eins og heyra má í spjalli okkar eru þær virkilega góðar vinkonur.Við fórum um víðann völl í þættinum og ræddum meðal annars hæðir og lægðir í lífinu, hvernig hugmyndin af Norminu kviknaði og vatt svona hressilega uppá sig, fyrirlestrana, búðina og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/Einn tveir og Elda - https://einntveir.is/