Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Fjölmiðlakonurnar, rithöfundarnir, markaðskonurnar og systurnar Eva Laufey Kjaran og Edda Hermannsdætur mættu til mín í ansi létt og skemmtilegt spjall.Eva hefur slegið í gegn undanfarin 10 á skjám landsmanna en er hún þekktust fyrir glæsilegar kökur og geggjaðan mat en er þessa daganna að fóta sig í nýju starfi hjá Hagkaupum.Edda er Markaðsdrottning Íslandsbanka og kom inn til mín á hlaupum þar sem hún var að koma af fundi þar sem hún var kjörin stjórnarformaður Unicef.Þrátt fyrir að hafa ekki kynnst fyrr en á unglingsárum eru þær merkilega líkar og talar Eva um að hún bíði alltaf spennt eftir því að sjá hvað Edda tekur sér fyrir hendur því það veitir henni ákveða innsýn í hvað hún mun taka sér næst fyrir hendur.Þær eru gamlar sálir og hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér sem ætti ekki að fara framhjá neinum sem hlustar.Í þættinum ræddum við meðal annars feril þeirra beggja, fjölskyldulífið, skemmtilegar minningar þeirra saman og að sjálfsögðu prófaði ég þær í hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boðiBakarameistarinn  -     https://bakarameistarinn.is/

#03 - Eva Laufey & Edda HermannsHlustað

23. jún 2022