Skemmtikrafturinn og fjölmiðlakonan Eva Ruza Miljevic mætti til mín ásamt móður sinni Laufeyju Miljevic í virkilega skemmtilegt spjall.Eva er í dag einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins en allt hófst þetta á árshátíð Bootcamp árið 2015 þar sem Eva var fengin til að veislustýra og spurðist hratt út hversu skemmtileg hún væri. Ekki leið svo á löngu þar til hún stóð á sviði fyrir framan 12.000 manns í fyrsta color run hlaupinu sem haldið var hérlendis. Í dag er Eva nýfarinn af stað með sjónvarpsþáttinn Ertu viss? ásamt systur sinni Tinnu, sem sýndur er á Sjónvarpi Símans og er einn eftirsóttasti skemmtikraftur landsins.Laufey er ekki síður skemmtileg, þó svo hún hafi ekki valið sér skemmti iðnaðinn sem starfsgrein en var hún eigandi blómabúðarinnar Ísblóm í heil 24 ár og sáu þær mæðgur um reksturinn saman, nú hafa þær þó sagt skilið við blómin og nýir og spennandi tímar framundan.Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars árin í blómunum, æskuár Evu, skemmtanabransann og hvernig það byrjaði allt saman. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/