Feðginin Óskar Jónasson og Matthildur Óskarsdóttir eru gestir vikunnar í Heitt á könnunni.Óskar hefur gert garðinn frægan sem kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur í gegnum tíðina en meðal þeirra verka sem hann hefur unnið að eru kvikmyndir á borð við Sódóma Reykjavík og Reykjavík Rotterdam sem seinna varð að Hollywood myndinni Contraband. Þá hefur hann einnig leikstýrt þáttaröðum sem sleið hafa í gegn á borð við Fóstbræður, Pressu og Svínasúpunni. Óskar var um tíma oft þekktur undir nafninu Skari Skrípó sem margir muna eflaust eftir fyrir skemmtileg töfrabrögð og mögulega smá neðanbeltishúmor sem við ræddum að sjálfsögðu um í þættinum.Matthildur er hvorki meira né minna en tvöfaldur heimsmeistari í bekkpressu og margfaldur íslandsmeistari og hefur sankað að sér titlum síðan hún byrjaði að stunda kraftlyftingar á unglingsárum.Það er einstaklega náið samband milli þeirra feðgina sem skín svo sannarlega í gegn í þættinum en þar ræddum við meðal annars kvikmyndagerðina, kraflyftingarnar, sveitalífið og útivistina og svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í hversu vel þau þekkja hvort annað.Þátturinn er í boðiBakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/