Æskuvinirnir, dagskrárgerðamennirnir og fyrrum samstarfsmennirnir Björn Bragi Arnarsson og Allan Sigurðsson eru gestir vikunnar í Heitt á könnunni.Björn Bragi ætti að vera flestum kunnugur en hefur hann meðal annars gert garðinn frægan sem uppistandari í Mið Ísland, þáttastjórnandi í hinum ýmsu spurningarþáttum og skemmtiþáttum í sjónvarpi, séð um útgáfu fjölda vinsælla bóka og spila og er ásamt því þessa dagana að opna glænýja mathöll.Allan er kvikmyndagerðamaður og var hann einmitt að vinna á dögunum til tvenna verðlauna fyrir störf sín á þeim vetvangi sem voru annarsvegar verðlaun á Cannes lion fyrir auglýsingaherferð sem hann sá um og svo Áhorfendaverðlaunin Einarinn á skjaldborg fyrir heimildarmyndina Velkominn ÁrniBjörn Bragi tók á móti Allani í 8. bekk í grunnskóla þar sem Allan var busi, en tók Bjössi hann undir sinn verndarvæng og slapp Allan vel.Þeir fundu það fljótt að þeir áttu ansi margt sameiginlegt og hafa þeir verið nánir vinir síðan þá.Í þættinum fengum við að heyra margar skemmtilegar sögur frá þeim vinunum, ræddum feril þeirra beggja, unglingsárin í Árbænum og margt fleira. Svo kannaði ég auðvitað hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boðiBakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/