Hressustu Stjúpmæðgur landsins, Inga Lind Karlsdóttir og Arnhildur Anna Árnadóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall um allt milli himins og jarðar yfir rjúkandi heitu kaffi og meðí.Inga Lind er einn stofnanda og eiganda framleiðslufyrirtækisins Skot en framleiða þau sjónvarpsefni og auglýsinga en hefur Inga Lind sjálf verið viðriðin sjónvarp nánast alla sína fullorðins tíð en sem dæmi má nefna morgunsjónvarpið á Stöð tvö, Ísland í dag og Biggest loser ísland svo fátt eitt sé nefnt.Arnhildur er margverðlaunuð kraftlyftingakona og á hvert metið á fætur öðru og í kjölfar kraftlyftinga fór hún að vekja mikla athygli á samfélagsmiðlum en er hún í dag þjálfari í Afrek á milli þess sem hún sinnir markaðsmálum fyrir stöð tvö en á hún í ofanálag von á sínu fyrsta barni.Samband Ingu og Arnhildar er virkilega fallegt og litað af mikilli vináttu og eru þær mjög nánar stjúpmæðgur.Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar en ræddum við meðal annars um stjúpforeldrasambönd og hvernig það gekk í fyrstu, sjónvarpsbransan, kraftlyftingar, fjölskyldulífið, hefðir og margt fleira. Svo prufaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/