Tónlistargoðsögnin Magnús Kjartansson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall um lífið og tilveruna ásamt dóttur sinni Margréti Gauju Magnúsdóttur.Magnús hefur komið víða við á sínum langa ferli sem tónlistarmaður og unnið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins ásamt því að hafa samið hverja perluna á fætur annarri, en sem dæmi um lög eftir Magnús má nefna Lítill drengur, Einskonar ást og To be greatful.Margrét hefur fengist við ýmislegt á sínum starfsferli en var hún meðal annars bæjarfulltúi í Hafnarfirði, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lögreglukona og kennari. Í dag starfar Margrét sem deildarstjóri ungmennahúsa í Hafnarfjarðarbæ ásamt því að vera leiðsögumaður á milli þess sem hún sér um að gifta fyrir siðmennt.Feðginin eru virkilega náin og góðir vinir eins og heyrist ansi vel í samtali okkar.Í þættinum ræddum við meðal annars um fjölskyldulífið og hvernig það var að alast upp hjá vinsælum tónlistarmanni, tónlistarlífið, ferðasögur, hrekkja sögur og margt fleira. Svo prófaði ég þau að sjálfssögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/