Tónlistarmennirnir, Hittkóngarnir og vinirnir Herra Hnetusmjör og Þormóður Eiríksson mættu til mín í frábært spjall núna í vikunni.Herra Hnetusmjör er eins og flestir íslendingar vita einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur hann verið það undanfarin ár. Nú geta svo áskrifendur stöðvar 2 fengið Herran í heimsókn í stofuna á öllum föstudagskvöldum þar sem hann er einn af dómörum Idolsins.Þormóður er einn allra eftirsóttasti produsent landsins um þessar mundir en hefur hann unnið með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands í dag en sem dæmi má nefna Jóa P og Króla, Aroni Can, Birni, Friðriki Dór og svo að sjálfsögðu Herra Hnetusmjör.Þeir félagarnir eru miklir vinir og hafa þeir átt virkilega farsælt samstarf í gegnum tíðina.Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvernig þeir vinna lögin sín saman, Idol dómgæsluna, Húgó æfintýrið, lífið á Ísafirði, samverustundirnar í studioinu og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/