Söngkonan, orkuboltinn og eurovision farinn Diljá Pétursdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt vini sínum og samstarfsmanni, tónlistarmanninum og söngvaranum Þorsteini Helga Kristjánssyni og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.Eins og allir íslendingar ættu að vita flutti Diljá framlag íslands í Eurovision þetta árið og stóð hún sig ekkert eðlilega vel með kraftmikilli framkomu sinni á sviðinu. Þorsteinn er einnig söngvari úr Garði og gefur Diljá ekkert eftir og saman mynda þau frábært teymi í hljómsveit sinni Midnight Librerian.Þrátt fyrir að hafa kannski ekki þekkst lengi eru þau miklir vinir og ætla þau sér bæði stóra hluti í músíkinni.Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhugi þeirra kviknaði á henni, eurovision ævintýrið, vináttuna, hljómsveita bransann, framtíðaráform og margt fleira. svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.