Bandmennirnir, Tjörnesbræðurnir og vinirnir Pétur Finnbogason og Hörður Bjarkason settust hjá mér í ansi hressandi og skemmtilegt spjall.Pétur hefur lengi verið í músíkinni en muna eflaust einhverjir eftir frumraun hans á því sviði með hljómsveitinni Bláum Ópal sem tóku eftirminnilega þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2012 með laginu “Stattu upp fyrir sjálfum þér”.Hörður hóf sinn tónlistarferil á saxófón en var hann í hinum ýmsu hljómsveitum á sínum yngri árum en vatt sér svo í viðskiptafræðina og starfar samhliða mússíkinni sem verkefnastjóri fræðslu á Sýn.Pétur & Hörður hittust fyrst á Taílandi þar sem þeir voru báðir staddir í heimsreisu, en voru þeir ekki lengi að draga upp gítarinn og ukulelle-inn og rifu upp stemminguna eins og þeim er einun lagið.Síðan þá hafa þeir komið víða við sem skemmtikraftar og eru þeir að spila nánast allar helgar ýmist með hljómsveit sinni Bandmönnum eða sem dúóið Tjörnes og get ég fullyrt að hvert sem þeir koma er alltaf mikil stemning og eins og Pétur orðaði það sjálfur gleði.Í þættinum ræddum við um upphafið á Tjörnes og stofnun Bandmanna, vináttuna og lífið ásamt því ég prófaði þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/