Ráðherrann og alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom til mín í rjúkandi heitan kaffibolla ásamt bróður sínum, frumkvöðlinum Magnúsi Sigurbjörnssyni.Áslaug byrjaði ung í pólitík en var hún fyrst kosin á þing aðeins 25 ára gömul en hafði þá verið aktív í ungliðahreyfingunni innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur á sínum ferli sem þingmaður gegnt hvorki meira né minna en tveimur ráðherraembættum og er hún í dag Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.Magnús eða Maggi eins og hann er alltaf kallaður hefur einnig unnið mikið í kringum pólitík en var hann um tíma framkvæmdarstjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins. Í dag rekur hann fyrtækið Papaya sem býður upp á sérhæfðar lausnir á samfélagsmiðlum ásamt því að bæta ásýnd fyrirtækja þar.Áslaug og Maggi eru virkilega náin systkini en búa þau til að mynda í dag í sama íbúðakjarna svo það er stutt fyrir Magga að sækja pössun til litlu systur fyrir nýfæddan son sinn þegar þannig ber undir. Þau hafa saman farið í gegnum allskyns hæðir og lægðir í lífinu en sögðu þau mér aðeins frá því í þættinum. Í þættinum ræddum við um allt milli himins og jarðar þar á meðal unglingsárin, pólitíkina og hvernig maður leiðist svona ungur út í hana, ferðasögur og sögðu þau mér frá mörgum skemmtilegum sögum úr þeirra lífi. Svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/