Hlaðvarpsstjörnunar, vinirnir og skemmtikraftarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Helgi Jean Classen kíktu til mín á dögunum í stórskemmtilegu spjallt yfir morgunbollanum.Hjálmar er í dag orðinn einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins en stýrir hann hverri veislunni á fætur annari á milli þess sem hann bregður sér í hlutverk hinar óforskömmuðu hvítvínskonu.Helgi hefur einnig í nógu að snúast í skemmtibransanum en stjórna þeir félagar reglulegum pub-quiz kvöldum og er hann samhliða því að leggja loka hönd á að gera upp húsið sitt sem ber nafnið kakókastalinn milli þess sem hann skrifar bók um andlega ferðalagið sem hann hefur verið á undanfarin ár. Hjálmar og Helgi kynntust í Brimborg þar sem þeir unnu saman um tíma en í dag halda þeir saman úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins undanfarinna ára, Hæhæ.Í þættinum ræddum við meðal annars um hlaðvarpið og hvernig það varð til, Brimborgartímann, vináttuna, húmorinn og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/