Tónlistarmennirnir, rappararnir og vinirnir Gauti Þeyr Másson og Helgi Sæmundur Guðmundsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt og áhugavert kvöld spjall.Gauti eða Emmsé Gauti eins og flestir kannast við hann er einn okkar allra vinsælasti tónlistarmaður undanfarinna ára en skaust hann hratt upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum.Helgi Sæmundur er annar meðlimur rappdúósins Úlfur Úlfur en þeir hafa unnið hörðum höndum undanfarið við að klára nýja plötu sem kemur út síðla sumars. Helgi rekir einnig lítið framleiðslufyrirtæki og semur hann tónlist fyrir bæði auglýsingar og sjónvarpsþætti ásamt því að sjá um framleiðslu.Helgi og Gauti rákust fyrst á hvorn annan á rímnaflæði keppni samfés þegar þeir voru unglingar en gerði helgi sér lítið fyrir og vann þá keppni, vinskapur þeirra myndaðist svo í gegnum bransann og hafa þeir unnið mörg verkefni saman og eru miklir vinir.Í þættinum ræddum við um músíkina, hvernig þetta byrjaði allt hjá þeim, hvernig það er að vera starfandi tónlistarmaður á íslandi, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/