Leikkonurnar, skemmtikraftarnir og mæðgurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir kíktu til í einn rjúkandi bolla nú á dögunum og áttum við stórskemmtilegt spjall.Halldóra er ein okkar ástsælasta leikkona en hún hefur í gegnum árin komið fram í hverri leiksýningunni á fætur annarri og það sama má segja um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Ásamt lekhúsunum sinnir hún einnig starfi fagstjóra við Leikarabraut Listaháskóla Íslands.Steiney fór ekki ósvipaða leið í lífinu og mamma sín en hefur hún stýrt sjónvarpsþáttum, tekið þátt í söngvakeppni sjónvarpssins ásamt hljómsveit sinni Reykjarvíkurdætrum og er hún nú að leika í Þjóðleikhúskjallaranum með spunahópnum Improv ísland.Halldóra eignaðist Steineyju ung og hafa þær mæðgur alltaf verið nánar eins og heyrist glöggt á spjalli okkar. Í þættinum ræddum við meðal annars leiklistina, æskuna og sjónvarpsbransann ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum frá þeim. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/Einn tveir og Elda - https://einntveir.is/