Skemmtikrafturinn, leikarinn og dagskrárgerðamaðurinn Sólmundur Hólm Sólmundsson mætti til mín ásamt æskuvini sínum, ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni í stórskemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.Sóli hefur verið einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins undanfarin ár, en fyrir utan að halda uppistönd og skemmta í veislum hefur hann stjórnað fjlöldanum öllum af sjónvarpsþáttum og leikið í kvikmyndum og þáttaröðum, nú síðast í HBO þáttaröðinni The Flight attendant.Baldur er ekki síður mikils metinn innan síns sviðs en er hann einn eftirsóttasti auglýsingarljósmyndarinn hér á landi og hefur hann myndað margar helstu auglýsingaherferðir sem ráðist hefur verið í hérlendis.Sóli og Baldur hafa þekkst frá því þeir voru sex ára gamlir en urðu þeir miklir vinir á unglingsárunum og hafa fylgst að allar götur síðan og eru þeir mjög nánir.Í þættinum ræddum við meðal annars skemmtana og ljósmyndabransann, hversu mikilvægt það er að eiga vin sem getur látið mann heyra það og stutt mann á móti, vinasambandið, æskuárin og margt fleira. Svo prufaði ég þá að sjálfssögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/