Í þætti dagsins fékk ég til mín bræðurna, tónlistar- og samstarsmennina Pálma Ragnar Ásgeirsson og Ásgeir Orra Ásgeirsson í virkilega hresst og skemmtilegt spjall.Eins og heyra má í þættinum eru þeir bræður virkilega nánir og samstilltir enda aðeins eitt ár á milli þeirra og hafa þeir fetað afar svipaðar leiðir í lífinu. Þeir voru til að mynda báðir harðir rokkhausar, fóru í Verzló og byrjuðu meira að segja báðir í lögfræði á sínum tíma.Það vantaði þó að þeirra sögn alla útrás fyrir sköpunargleðina í lögfræðinni og senru þeir baki við henni og stofnuðu fyrirtækið Stop, wait, go og má með sanni segja að þeir hafi markað djúp spor í tónlistarlífi Íslendinga.Í þættinum fórum við yfir mússíkævintýrið og hvernig það byrjaði, æskuárin, búsetu þeirra í Los Angeles og svo athugaði ég að sjálfssögðu hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boðiBakarameistarinn