Skemmtilegustu tvíburabræður landsins Gunnar Helgason og Ásmundur Helgason kíktu til mín í spjall yfir rjúkandi heitu kaffi og meððí.Gunnar er einstaklega fjölhæfur listamaður en er hann leikari, leikstjóri og rithöfundur og ættu flestir íslendingar að þekkja hann til dæmis úr hinu ódauðlega dúói Gunni og Felix. Þó Gunni sé alls ekki hættur að koma fram hefur fókusinn hans færst örlítið til og er hann nú okkar fremsti barnabókahöfundur og hefur hann skrifað hverja metsölubókina á fætur annarri, en þessa dagana er einmitt verið að sýna leikritið Draumaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu, sem er einmitt upp úr einni af hans bókum.Ásmundur eða Ási eins og hann er alltaf kallaður er eigandi bókaútgáfunnar Drápu ásamt því að reka kaffihúsið GráaKöttinn á Hverfisgötu. Inná milli flýr hann síðan í húsið sitt á Spáni en vildi lítið gefa upp um staðsetningu svo það myndi ekki allt fyllast af íslendingum þar.Þeir eru eins og gefur að skilja virkilega nánir og góðir vinir og var einstaklega skemmtilegt að tala við þá.Í þættinum ræddum við meðal annars um tvíburalífið og snilldina við það að eiga alltaf til leikfélaga nánast sama hvar þeir væru, hvar þeir eru ólíkir, skemmtilegar uppákomur í þeirra lífi, hvernig það er fyrir Ása að eiga eineggja tvíbura sem er þekktur og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Smitten - https://smittendating.com/