Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Verið þið hjartanlega velkomin í nýja podcastið mitt - Heitt á könnunni með Ása. Í þessum þáttum ætla ég að fá ég til mín fullt af skemmtilegu fólki í rjúkandi kaffi og meððí. Viðmælendur tengjast allir böndum á einn eða annan hátt hvort sem það eru vinir, vinkonur,  fjölskyldutengsl eða jafnvel samstarfsfélagar.Ég er fáránlega spenntur fyrir komandi tímum og efast ekki um að við eigum eftir að heyra allskonar nýjar hliðar á áhugaverðu fólki.Í þessum fyrsta þætti fékk ég til mín vinkonurnar, áhrifavaldana og samstarfskonurnar Sunnevu Einarsdóttur & Jóhönnu Helgu Jensdóttur í virkilega hresst og skemmtilegt spjall.Þær hafa verið límdar saman nánast uppá dag frá því Jóhanna gekk upp að Sunnveu og kynnti sig á busadeginum í MS en urðu þær strax bestu vinkonur.Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og eru þær í dag báðar gríðarlega vinsælar á samfélagsmiðlum, hafa gefið saman út sjónvarpsþátt ásamt því að vera í námi og búa þær í dag meira að segja í sömu götu.Við fórum yfir feril þeirra beggja, upphafið á þeirra vináttu, ferðasögur og prófaði ég þær í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Njótið vel!

#01 - Sunneva Einars & Jóhanna HelgaHlustað

08. jún 2022