Tónlistarfólkið og vinirnir Margrét Rán Magnúsdóttir og Bergur Einar Dagbjartsson mættu til mín í ansi skemmtilegt spjall nú á dögunum.Margrét Rán er söngkona hljómsveitarinnar Vök sem fyrst vakti athygli árið 2013 eftir að hafa sigrað Músíktilraunir en síðan þá hafa þau vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Ásamt Vök hefur Margrét einnig verið að koma fram með hljómsveitinni GusGus að undanförnu við góðar undirtektir.Bergur er trommari hljómsveitarinnar en hann kom ekki inn í bandið fyrr en fjórum árum eftir sigurinn í Músíktilraunum, þá nýfluttur til Reykjavíkur frá Grundarfirði. Bergur hefur samhliða Vök spilað á tónleikum hjá mörgu af helsta tónlistarfólki landsins. Þess má til gamans geta að á miðnætti á morgun, 23. september, kemur út ný plata með hljómsveitinni Vök á Spotify. Ég hvet að sjálfsögðu alla til þess að tékka á henni!Þrátt fyrir að fyrstu kynni þeirra hafi verið stirð, eins og þau segja frá í þættinum, þá hafa Margrét og Bergur verið miklir vinir um langt skeið og ferðast víða um heim. Þau hafa því frá mörgu skemmtilegu að segja.Í þættinum ræddum við meðal annars um tónleikaferðalögin, Naked sauna æðið þeirra, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/