Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins um árabil þar sem hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með litríku lífi sínu í Þýskalandi. Katrín Edda er vélaverkfræðingur að mennt og starfar hjá Bosch, en situr ekki auðum höndum þess á milli þar sem hún er mikil íþróttakona, kattarunnandi og gaf nýverið út dagbók sem hefur slegið rækilega í gegn. Móðir Katrínar Eddu, María Anna Þorsteinsdóttir, dúkkar einnig oft upp á miðlunum hjá Katrínu og hefur það færst mikið í vöxt undanfarin ár þar sem fylgjendur Katrínar eru hreinlega farnir að biðja um að fá að sjá meira af þeim mæðgum þar sem þær eiga í virkilega skemmtilegt mæðgnasamband og er yfirleitt stutt í léttleikann hjá þeim á skjánum. Það lá því beinast við að fá þær til mín í spjall sem var virkilega skemmtilegt og ætti enginn að láta framhjá sér fara. Í þættinum ræddum við meðal annars uppvaxtarárin, æskuminningar og mæðgnasambandið, fitness-tímabilið, óheilbrigð sambönd, lífið í Þýskalandi og barneignir, og svo tékkaði ég að sjálfsögðu á því hversu vel þær mægður þekkjast í raun og veru!Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Bakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/