Heitt á könnunni með Ása

Heitt á könnunni með Ása

Í þessum geggjaða þætti fékk ég til mín vinina Aron Má Ólafsson, gjarnan þekktur sem Aron Mola, og Arnar Þór Ólafsson í virkilega skemmtilegt spjall. Aron og Arnar hafa verið vinir frá því í Versló en kynntust þeir í gegnum félagslífið þar en voru þeir til að mynda saman í sketsaþáttunum vinsælu, 12:00, en það var einmitt þar sem Aron fór að færa sig fyrir framan myndavélina frekar en fyrir aftan hana og áttaði sig fljótt á því að þar væri hann heldur betur á heimavelli.Eftir menntaskóla fóru strákarnir algjörlega í sitthvora áttin;  Aron lærði leiklist í LHÍ á meðan Arnar fetaði menntaveginn og lærði fjármálaverkfræði en héldu þeir þó alltaf góðu sambandi og talaði Aron um að það væri alltaf gott að bera hugmyndir sínar undir Arnar þar sem hann væri óhræddur að segja skoðanir sínar en eru þeir afar ólíkir og deila ólíkuðum skoðunum um flest málefni. Í dag heldur Arnar úti fjármálahlaðvarpinu “Pyngjan” sem slegið hefur í gegn að undanförnum ásamt því að þeir halda  saman úti podcast þættinum “Ólafssynir í Undralandi” og mæli ég eindregið með því að þið kíkið á þættina þeirra. Í þættinum, sem var svo sannarlega á hressu nótunum, ræddum við um allt milli himins og jarðar þar á meðal hversu ólíkir þeir eru, menntaskólaárin, leiklistina, hlaðvörpin og ný og spennandi verkefni sem framundan eru hjá þeim ásamt því að heyra skemmtilegar sögur úr þeirra vináttu, þar á meðal þegar stressið yfirtók þá þegar þeir tóku saman þátt í Vælinu hér um árið.Þátturinn er í boði Bakarameistarinn  -     https://bakarameistarinn.is/

#02 - Aron Mola & Arnar ÞórHlustað

16. jún 2022