Viðskiptafélagarnir, vinirnir og Smittenbræðurnir Ásgeir Vísir Jóhannsson og Davíð Örn Símonarson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla nú á dögunum.Vísir, eins og hann er alltaf kallaður og Davíð hafa unnið saman til fjölda ára en hafa þeir látið mikið af sér kveða í snjallforrita bransanum undanfarin ár en þar ber helst að nefna stefnumóta & samskipta appið Smitten sem hefur svo sannarlega slegið rækilega í gegn hér á landi. Þá er appið farið að teygja anga sína út fyrir landsteinanna og er til að mynda eitt mest notaða deiting appið í Danmörku.Vísir og Davíð eru virkilega góðir vinir eins og heyra má í spjalli okkar og kunna vel inná styrkleika sem og veikleika hjá hver öðrum sem hefur nýst þeim gríðarlega vel í samstarfinu.Í þættinum ræddum við meðal annars um vináttuna, hvar þeir kynntust og hvernig það er að vinna náið með góðum vini sínum, frumkvöðlaheiminn og hæðir og lægðir í þeim geira, Smitten og hvernig það varð til og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/Einn tveir og Elda - https://einntveir.is/