Ein ástsælasta söngkona landsins Ellen Kristjánsdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt dóttur sinni, söngkonunni og Eurovisionfaranum Elísabetu Eyþórsdóttur.Ellen hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi en er hún meðal annars söngkona hljómsveitarinnar Mannakorn, var ein söngkvenna Borgardætra og svo hefur hún einnig unnið mikið með bróður sínum Kristjáni Kristjánssyni eða KK eins og hann er gjarnan kallaður.Elísabet eða Beta, eins og hún er alltaf kölluð, er ein systrana sem kepptu fyrir Íslands hönd í Eurovision fyrr á þessu ári en hefur hún einmitt fengist við tónlist nær allt sitt líf.Þær mæðgur eru virkilega nánar og heyrist það glöggt á spjalli okkar. Í þættinum ræddum við um æskuna og hvernig það var að alast upp á heimili þar sem báðir foreldrar eru starfandi tónlistarmenn, Eurovision ævintýri systranna og stolt móðurinnar, tónlistina og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Smitten - https://smittendating.com/Einn tveir og Elda - https://einntveir.is/