Viðmælendur vikunnar í Heitt á könnunni eru ekki af verri endanum en eru það World class feðginin Björn Leifsson og Birgitta Líf Björnsdóttir.Björn, eða Bjössi eins og hann er yfirleitt kallaður, er athafnarmaður mikill en hann er eigandi og stofnandi íslenska líkamsræktarrisans World Class en eru stöðvarnar orðnar átjáns talsins hvorki meira né minna og hægt að nýta þjónustu þeirra nánast hvar sem er á landinu.Það er sjaldan róleg stund hjá Birgittu Líf en hefur hún verið áberandi undanfarin ár á samfélagsmiðlum en sér hún einmitt um markaðsmál fjölskyldufyrirtækisins þar sem hún er markaðsstjóri ásamt því að reka staðinn Bankastræti Club og vera umboðsmaður tónlistarmannsins Hugo.Bjössi, Birgitta og fjölskylda þeirra eiga áhugaverða sögu en hefur gengið á ýmsu þegar það kemur að því að byggja stórveldið sem World Class er orðið í dag.Í þættinum fórum við yfir upphafið á World Class ævintýrinu, samfélagsmiðla, uppvaxtarárin & fjölskyldulífið og prufaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:Brynjuís - https://brynjuis.is/Bakarameistarinn - https://bakarameistarinn.is/