Týran undirbýr sig að bjarga Pekkin og leggur upp plön. Skref eitt, er að finna bát. Þau, með sínum einstöku skipulagshæfileiku og plönum sem aldrei klikka, ganga rösklega í málið. Egor er mávur. Ívar spilar Egor, firbolg drúíða á níunda stigi. Kristín spilar Gyu, hálf-álf og útvörð á áttunda stigi og laumupúka á fyrsta stigi.Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara Eldath á níunda stigi. Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.